„Það eru auðvitað vonbrigði að ferðast svona langt og koma til baka með ekkert en það voru jákvæðir hlutir þarna líka.“ Sagði Valorie O´Brien eftir 3-0 tap gegn Þór/KA á Þórsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór/KA 3 - 0 Selfoss
„Við vorum ekki að spila sem lið í þessum leik og það er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“
„Þór/KA hefur á að skipa góðum leikmönnum sem unnu vel saman í dag og ollu okkur vandræðum. Þær kláruðu færin sín í dag. Við áttum einnig einhver færi.“ Selfoss hefur tapa stórt í undanförnum tveimur leikjum.
Aðspurð um stemminguna í hópnum sagði Valorie: „Auðvitað viljum við ekki tapa en við höldum höfðinu uppi og við erum ennþá að reyna spila góðan fótbolta. Þetta er ekki búið.“
Nánar er rætt við Valorie í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir