Finnur Orri Margeirsson fyrirliði og markaskorari Breiðabliks var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið á móti Aktobe á Laugardalsvellinum í Evrópudeildinni.
,,Fyrst og fremst svekkelsi. En að sjálfsögðu erum við stoltir af hverjum öðrum og erum ánægðir með það sem við sýndum hérna í dag.
Leikplanið gekk eiginlega bara fullkomlega upp. Við pössuðum okkur að halda markinu okkar hreinu og það gekk upp. Við settum pressu á þá þeim tímapunkti sem við ætluðum okkur. Það vantaði bara smá herslumun.
Þeir vilja mikið spila í stuttum sendingum og eru góðir í því en við stóðumst flest öll áhlaupin þeirra.
Það eru stærri hlutir sem kannski skipta máli en ég neita því ekki að það var mjög gaman að skora þetta fyrsta meistarflokks mark," sagði Finnur Orri að leik loknum.
Nánar er rætt við Finn Orra í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir