Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   fös 08. ágúst 2014 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Aly Cissokho til Aston Villa (Staðfest)
Aly Cissokho hefur gengið til liðs við Aston Villa frá Valencia en kaupverðið er óuppgefið.

Hinn 26 ára Frakki, var á láni hjá Liverpool á síðustu leiktíð en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Villa.

Cissokho hefur spilað einn landsleik fyrir Frakka en það var árið 2011, hann fór til Valencia árið eftir, eftir að hafa leikið með Porto og Vitoria Setubal.

Villa hefur nú þegar fengið Joe Cole, Philippe Senderos og Keiran Richardson í sumar.

Cissoko spilaði 15 leiki fyrir Liverpool á síðustu leiktíð.

Athugasemdir
banner