ÍA sigraði Þrótt í dag í 1. deildinni með þremur mörkum gegn einu og styrkti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.
Ármann Smári Björnsson, leikmaður liðsins, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn.
,,Líðan er mjög góð, við unnum 3-1 sigur og höldum áfram okkar vegferð í þessari deild."
,,Nei, Þróttur er með hörkulið, þetta eru hörkuleikir sem við erum að fara að spila. Það geta allir unnið alla og svona á þetta að vera, gaman að spila fótbolta."
Ármann segir að andinn í liðinu sé mjög góður.
,,Andinn er mjög fínn, við erum allir á sömu leið. Það er gaman að vinna og gaman að mæta á æfingar þegar við vinnum."
Athugasemdir