Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fös 08. ágúst 2014 22:14
Karitas Þórarinsdóttir
Kitta: Ákváðum að jarða FH grýluna
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við ákváðum að jarða þessa FH grýlu sem er alltaf á okkur," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari Breiðabliks eftir 6-1 sigur á FH í kvöld en Breiðablik vann fyrri leik liðanna 13-0 en þetta kemur eftir mögur ár gegn Hafnarfjarðarliðinu.

Lestu um leikinn: FH 1 -  6 Breiðablik

,,Við höfum lent í vandræðum hérna síðustu tvö ár. FH er alltaf með skemmtilegt lið, en við vorum harðákveðnar í að snúa þessu við, okkur langar að elta Stjörnuna. Svo við settum stefnuna á sigur í kvöld."

Fyrri hálfleikurinn var baráttuleikur og staðan aðeins 1-0 fyrir Breiðablik þá. Eftir það opnuðust flóðgáttir.

,,Við ræddum málin í hálfleik. Við vorum ekki sáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur og vissum að við áttum mikið inni. Við ræddum það bara í hálfleik og komum grimmar til leiks í seinni hálfleik og harðákveðnar að taka þrjú stig."

Fanndís Friðriksdóttir var út um allt á vellinum í kvöld, var hún í frjálsu hlutverki?

,,Hún fékk svolítið frítt svæði. Hún er náttúrulega skemmmtilegur leikmaður og á að brjóta upp hjá okkur. Hún fær að leika sér svolítið."

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði þrjú mörk gegn sínu gamla félagi í kvöld. Kitta var ánægð með það.

,,Aldís er frábær leikmaður. Maður heldur oft að færið sé löngu búið en þá kemur einhver bomba hjá henni og hún skorar. Hún er frábær."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner