,,Við ákváðum að jarða þessa FH grýlu sem er alltaf á okkur," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari Breiðabliks eftir 6-1 sigur á FH í kvöld en Breiðablik vann fyrri leik liðanna 13-0 en þetta kemur eftir mögur ár gegn Hafnarfjarðarliðinu.
Lestu um leikinn: FH 1 - 6 Breiðablik
,,Við höfum lent í vandræðum hérna síðustu tvö ár. FH er alltaf með skemmtilegt lið, en við vorum harðákveðnar í að snúa þessu við, okkur langar að elta Stjörnuna. Svo við settum stefnuna á sigur í kvöld."
Fyrri hálfleikurinn var baráttuleikur og staðan aðeins 1-0 fyrir Breiðablik þá. Eftir það opnuðust flóðgáttir.
,,Við ræddum málin í hálfleik. Við vorum ekki sáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur og vissum að við áttum mikið inni. Við ræddum það bara í hálfleik og komum grimmar til leiks í seinni hálfleik og harðákveðnar að taka þrjú stig."
Fanndís Friðriksdóttir var út um allt á vellinum í kvöld, var hún í frjálsu hlutverki?
,,Hún fékk svolítið frítt svæði. Hún er náttúrulega skemmmtilegur leikmaður og á að brjóta upp hjá okkur. Hún fær að leika sér svolítið."
Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði þrjú mörk gegn sínu gamla félagi í kvöld. Kitta var ánægð með það.
,,Aldís er frábær leikmaður. Maður heldur oft að færið sé löngu búið en þá kemur einhver bomba hjá henni og hún skorar. Hún er frábær."
Athugasemdir