Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fös 08. ágúst 2014 22:14
Karitas Þórarinsdóttir
Kitta: Ákváðum að jarða FH grýluna
Kvenaboltinn
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við ákváðum að jarða þessa FH grýlu sem er alltaf á okkur," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari Breiðabliks eftir 6-1 sigur á FH í kvöld en Breiðablik vann fyrri leik liðanna 13-0 en þetta kemur eftir mögur ár gegn Hafnarfjarðarliðinu.

Lestu um leikinn: FH 1 -  6 Breiðablik

,,Við höfum lent í vandræðum hérna síðustu tvö ár. FH er alltaf með skemmtilegt lið, en við vorum harðákveðnar í að snúa þessu við, okkur langar að elta Stjörnuna. Svo við settum stefnuna á sigur í kvöld."

Fyrri hálfleikurinn var baráttuleikur og staðan aðeins 1-0 fyrir Breiðablik þá. Eftir það opnuðust flóðgáttir.

,,Við ræddum málin í hálfleik. Við vorum ekki sáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur og vissum að við áttum mikið inni. Við ræddum það bara í hálfleik og komum grimmar til leiks í seinni hálfleik og harðákveðnar að taka þrjú stig."

Fanndís Friðriksdóttir var út um allt á vellinum í kvöld, var hún í frjálsu hlutverki?

,,Hún fékk svolítið frítt svæði. Hún er náttúrulega skemmmtilegur leikmaður og á að brjóta upp hjá okkur. Hún fær að leika sér svolítið."

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði þrjú mörk gegn sínu gamla félagi í kvöld. Kitta var ánægð með það.

,,Aldís er frábær leikmaður. Maður heldur oft að færið sé löngu búið en þá kemur einhver bomba hjá henni og hún skorar. Hún er frábær."
Athugasemdir
banner
banner