Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   fös 08. ágúst 2014 22:14
Karitas Þórarinsdóttir
Kitta: Ákváðum að jarða FH grýluna
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við ákváðum að jarða þessa FH grýlu sem er alltaf á okkur," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari Breiðabliks eftir 6-1 sigur á FH í kvöld en Breiðablik vann fyrri leik liðanna 13-0 en þetta kemur eftir mögur ár gegn Hafnarfjarðarliðinu.

Lestu um leikinn: FH 1 -  6 Breiðablik

,,Við höfum lent í vandræðum hérna síðustu tvö ár. FH er alltaf með skemmtilegt lið, en við vorum harðákveðnar í að snúa þessu við, okkur langar að elta Stjörnuna. Svo við settum stefnuna á sigur í kvöld."

Fyrri hálfleikurinn var baráttuleikur og staðan aðeins 1-0 fyrir Breiðablik þá. Eftir það opnuðust flóðgáttir.

,,Við ræddum málin í hálfleik. Við vorum ekki sáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur og vissum að við áttum mikið inni. Við ræddum það bara í hálfleik og komum grimmar til leiks í seinni hálfleik og harðákveðnar að taka þrjú stig."

Fanndís Friðriksdóttir var út um allt á vellinum í kvöld, var hún í frjálsu hlutverki?

,,Hún fékk svolítið frítt svæði. Hún er náttúrulega skemmmtilegur leikmaður og á að brjóta upp hjá okkur. Hún fær að leika sér svolítið."

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði þrjú mörk gegn sínu gamla félagi í kvöld. Kitta var ánægð með það.

,,Aldís er frábær leikmaður. Maður heldur oft að færið sé löngu búið en þá kemur einhver bomba hjá henni og hún skorar. Hún er frábær."
Athugasemdir
banner
banner