Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 08. ágúst 2014 22:14
Karitas Þórarinsdóttir
Kitta: Ákváðum að jarða FH grýluna
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Kristrún Lilja á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við ákváðum að jarða þessa FH grýlu sem er alltaf á okkur," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari Breiðabliks eftir 6-1 sigur á FH í kvöld en Breiðablik vann fyrri leik liðanna 13-0 en þetta kemur eftir mögur ár gegn Hafnarfjarðarliðinu.

Lestu um leikinn: FH 1 -  6 Breiðablik

,,Við höfum lent í vandræðum hérna síðustu tvö ár. FH er alltaf með skemmtilegt lið, en við vorum harðákveðnar í að snúa þessu við, okkur langar að elta Stjörnuna. Svo við settum stefnuna á sigur í kvöld."

Fyrri hálfleikurinn var baráttuleikur og staðan aðeins 1-0 fyrir Breiðablik þá. Eftir það opnuðust flóðgáttir.

,,Við ræddum málin í hálfleik. Við vorum ekki sáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur og vissum að við áttum mikið inni. Við ræddum það bara í hálfleik og komum grimmar til leiks í seinni hálfleik og harðákveðnar að taka þrjú stig."

Fanndís Friðriksdóttir var út um allt á vellinum í kvöld, var hún í frjálsu hlutverki?

,,Hún fékk svolítið frítt svæði. Hún er náttúrulega skemmmtilegur leikmaður og á að brjóta upp hjá okkur. Hún fær að leika sér svolítið."

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði þrjú mörk gegn sínu gamla félagi í kvöld. Kitta var ánægð með það.

,,Aldís er frábær leikmaður. Maður heldur oft að færið sé löngu búið en þá kemur einhver bomba hjá henni og hún skorar. Hún er frábær."
Athugasemdir
banner
banner