Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. ágúst 2017 13:45
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 10. sæti: Stoke
Lykilmaðurinn.
Lykilmaðurinn.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Mark Hughes.
Knattspyrnustjórinn Mark Hughes.
Mynd: Getty Images
Ibrahim Afellay.
Ibrahim Afellay.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Stoke er spáð tíunda sæti.

Lokastaða síðasta tímabils: 13. sæti
Markahæstur á síðasta tímabili: Peter Crouch (10)

Þurfa að gera betur
Í upphafi síðasta tímabils var bjartsýnin allsráðandi hjá Stoke. Með Xherdan Shaqiri og Marko Arnautovic í sóknarleiknum var talað um að liðið gæti stigið skrefið upp eftir tvö tímabil í röð í níunda sæti og gert sig gildandi í Evrópubaráttu.

En það fór úrskeiðis og liðið átti í vandræðum á báðum endum vallarins. Wilfried Bony og Saido Berahino voru vonbrigði og Peter Crouch endaði óvænt uppi sem markakóngur. Þá fékk liðið á sig 56 mörk, flest síðan liðið kom aftur upp í deild þeirra bestu 2008.

Stoke gat látið boltann ganga ágætlega en það var ekki að skila sér nægilega oft í góðum úrslitum. 13. sætið var niðurstaðan og það í sjálfu sér er ekkert slys, mörg lið myndu drepa fyrir það öruggt sæti. En Mark Hughes og félagar vita að þeir þurfa að sýna meira á þessu tímabili.

Það skaddaði Stoke á síðasta tímabili hversu illa liðið fór af stað í deildinni. Liðið fær mjög erfiða dagskrá núna í upphafi tímabils. Everton, Arsenal, Manchester United og Chelsea eru meðal mótherjar í fyrstu sex leikjunum. Á síðustu leiktíð gekk Stoke mjög illa að taka stig af stóru strákunum.

Stjórinn: Mark Hughes
Hefur aldrei átt í vandræðum með að setja saman lið sem skora nóg af mörkum. Margir efast þó um hann þegar kemur að því að skipuleggja varnarleik. Fékk vænan skammt af gagnrýni á síðasta tímabili og starf hans verður í hættu ef hlutirnir lagast ekki.

Hvað þarf að gerast?
Bony, Brahino og Mame Biram Diouf hafa ekki staðið undir væntingum. Stoke skaut einfaldlega ekki nógu oft á markið. Stoke hefur marga öfluga sendingamenn en liðinu vantar ferskan og hraðan sóknarmann sem getur nýtt sér það almennilega. Stuðningsmenn Stoke hafa orð á sér fyrir að vera of neikvæðir og getur andrúmsloftið á heimavelli liðsins verið fljótt að vera leiðinlegt. Það þarf meiri jákvæðni á Bet365 vellinum.

Lykilmaður: Jack Butland
Þrátt fyrir frábæra frammistöðu varamarkvarðarins Lee Grant þá var endurkomu Butland tekið fagnandi meðal stuðningsmanna Stoke. Mark Hughes hefur talað um að hinn 24 ára leikmaður geti orðið 50 milljóna punda leikmaður.

Fylgist með: Ibrahim Afellay
Hollendingurinn er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Stoke en fær kannski ekki alltaf hrósið sem hann á skilið. Stútfullur af hæfileikum og auk þess kominn með mikla reynslu, meðal annars frá hollenska landsliðinu, sem getur nýst Stoke ansi vel.

Komnir:
Darren Fletcher (West Brom)
Josh Tymon (Hull City)
Tre Pemberton (Blackburn Rovers)
Kurt Zouma (Chelsea) Lán
Eric Maxwell Choupo-Moting (Schalke)

Farnir:
Shay Given (látinn fara)
Jonathan Walters (Burnley)
Glenn Whelan (Aston Villa) £1,25m
Marko Arnautovic (West Ham)
Phil Bardsley (Burnley) £750,000

Þrír fyrstu leikir: Everton (Ú), Arsenal (H) og West Brom (Ú)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Stoke 89 stig
11 Leicester 85 stig
12. Newcastle 82 stig
13. Bournemouth 76 stig
14. West Bromwich Albion 69 stig
15. Crystal Palace 65 stig
16. Watford 40 stig
17. Burnley 33 stig
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner