Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. ágúst 2017 11:45
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 11. sæti: Leicester
Lykilmaðurinn.
Lykilmaðurinn.
Mynd: Getty Images
Shakespeare.
Shakespeare.
Mynd: Getty Images
Demarai Gray.
Demarai Gray.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire kom frá Hull.
Harry Maguire kom frá Hull.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Englandsmeisturunum frá 2016 er spáð 9. sæti.

Lokastaða síðasta tímabils: 12. sæti
Markahæstur á síðasta tímabili: Jamie Vardy (15)

Súrrealísk atburðarás
Atburðarásin hjá Leicester hefur verið súrrealísk. Á síðasta tímabili varð Craig Shakespeare aðeins þriðji Englendingurinn til að stýra liði í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maður er hættur að láta Leicester koma sér á óvart en þessu bjóst enginn við.

Mikið fjölmiðlafár myndaðist þegar Claudio Ranieri var rekinn. Liðið hafði tapað fimm leikjum í röð, var ekki að skora og stefndi hratt að fallsvæðinu. Fyrsta verkefni Shakespeare, vinsæla aðstoðarþjálfarans sem var hækkaður í tign, var það að létta andann innan hópsins.

Shakespeare leitaði í það sem hafði heppnast vel tímabilið á undan. 4-4-2 var dregið fram aftur með nánast sama byrjunarlið og landaði Englandsmeistaratitlinum (fyrir utan N'Golo Kante). Þetta virkaði. Liðið komst á beinu brautina án þess að Shakespeare væri að finna upp hjólið. Einfalt og árangursríkt. Leikmenn voru farnir að líta aftur út eins og þeir sem náðu því frækna afreki að verða Englandsmeistarar.

Eitt af því sem Shakespeare verður að bæta á komandi tímabili er varnarleikurinn á útivöllum. Liðið fékk tvö mörk á sig að meðaltali í útileikjum og það þarf að verða erfiðara viðureignar þegar það spilar ekki á King Power vellinum.

Stjórinn: Craig Shakespeare
Þrátt fyrir að hafa kveikt lífið í Leicester að nýju og gefið Atletico Madrid alvöru keppni í Meistaradeildinni eru margir sem enn efast um Shakespeare. En hann hefur staðist öll próf hingað til og núna verður ekki nein Meistaradeild að trufla.

Hvað þarf að gerast?
Skarðið sem N'Golo Kante skildi eftir sig var enn stærra en margir bjuggust við. Það var ekki fyrr en í janúarglugganum sem sómasamlegur arftaki fannst í Wilfred Ndidi. Kaupin á Harry Maguire í sumar voru mjög klók en þessi 24 ára miðvörður var ljósasti punkturinn hjá Hull á síðasta tímabili. Leicester var með einn hæsta meðalaldur byrjunarliðs í deildinni á síðasta tímabili en það er ekki mikið áhyggjuefni því það eru ungir leikmenn að koma upp.

Lykilmaður: Wilfred Ndidi
Leicester borgaði Genk 17 milljónir punda fyrir Ndidi í janúar en félagið vissi að þarna væri kominn góður leikmaður í að leysa stöðuna sem Kante spilaði. Þessi nígeríski leikmaður er mjög fjölhæfur og hefur alla þá kosti sem þarf til að spila sem djúpur miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni.

Fylgist með: Demarai Gray
Þetta er tímabilið þar sem Gray á að blómstra. Hann hefur af og til sýnt þau gæði sem hann býr yfir síðan hann kom 2016, oftast eftir að hafa komið af bekknum. Þessi U21 landsliðsmaður Englendinga þarf að ná upp meiri stöðugleika og þarf að taka næsta skref, sérstaklega ef Riyad Mahrez fer frá félaginu.

Komnir:
Sam Hughes (Chester)
Harry Maguire (Hull City)
Vicente Iborra (Sevilla)
Eldin Jakupovic (Hull City)
Kelechi Iheanacho (Man City)
George Thomas (Coventry City)

Farnir:
Ron-Robert Zieler (Stuttgart)

Þrír fyrstu leikir: Arsenal (Ú), Brighton (H) og Man Utd (Ú)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 Leicester 85 stig
12. Newcastle 82 stig
13. Bournemouth 76 stig
14. West Bromwich Albion 69 stig
15. Crystal Palace 65 stig
16. Watford 40 stig
17. Burnley 33 stig
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner