Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 08. ágúst 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 8. sæti: Southampton
Lykilmaðurinn.
Lykilmaðurinn.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pellegrino.
Mauricio Pellegrino.
Mynd: Getty Images
Manolo Gabbiadini.
Manolo Gabbiadini.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emile Höjbjerg og Maya Yoshida.
Pierre-Emile Höjbjerg og Maya Yoshida.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Dýrlingarnir eru nú til umfjöllunar.

Lokastaða síðasta tímabils: 8. sæti
Markahæstur á síðasta tímabili: Charlie Austin (10)

Á krossgötum
Samkvæmt spá okkar mun Southampton enda í sama sæti og það tók á síðustu leiktíð.

Með því að enda í áttunda sæti lauk sex ára skriði Southampton þar sem liðið náði alltaf að enda ofar en tímabilið á undan. Liðið fór úr C-deildinni og upp í úrvalsdeildina á tveimur árum og tók svo 14., 8., 7., og 6. sætið í efstu deild.

Southampton er félag með skýra stefnu og verkferla. Þrátt fyrir að hafa misst þjálfara og helstu leikmenn með reglulegu millibili hefur liðið ekki farið af sporinu. Þrátt fyrir að einhverjir hafi verið svekktir með að liðið tók ekki skref upp á síðasta tímabili þá komst liðið í úrslitaleik deildabikarsins. Þar þurfti liðið að játa sig sigrað gegn Manchester United.

Enn og aftur gæti Southampton verið á krossgötum. Ríkari félög vilja fá Ryan Bertrand og Virgil van Dijk hefur farið fram á sölu. Þá er enn og aftur kominn nýr stjóri á hliðarlínuna. Getur eitthvað félag ráðið við það að þurfa að höndla svona aðstæður ítrekað en samt haldið velli á sama hátt og Southampton hefur tekist hingað til?

Undir stjórn Claude Puel var leikstíll Southampton mun rólegri en hann var undir Pochettino og Ronald Koeman.

Stjórinn: Mauricio Pellegrino
Argentínumaður sem lék sjálfur sem miðvörður á sínum tíma, langlengst með Velez Sarsfield og Valencia en þá á hann tólf leiki með Liverpool. Hann vakti mikla athygli sem stjóri Alaves á síðasta tímabili þar sem hann stýrði nýliðunum í 9. sætið og í bikarúrslit. Lykillinn að baki árangri Alaves var fyrst og fremst öflugur varnarleikur liðsins.

Hvað þarf að gerast?
Ef Manolo Gabbiadini, Dusan Tadic og Nathan Redmond verða allir gíraðir eiga Dýrlingarnir möguleika á að brjóta sér leið í Evrópukeppni. Síðustu tvö ár hafa Pierre-Emile Höjbjerg og Jordy Clasie komið frá Bayern München og Feyenoord en þeir þurfa báðir að fara að sýna meira en þeir hafa gert hingað til. Svo er aldrei að vita hvað Charlie Austin getur boðið upp á ef hann helst heill og finnur taktinn. Southampton fékk allt of mörg mörk á sig úr föstum leikatriðum á síðasta tímabili og það þarf að lagast.

Lykilmaður: Oriol Romeu
Southampton hefur misst Morgan Schneiderlin og Victor Wanyama á síðustu tveimur sumrum. Romeu hefur staðið sig frábærlega í að fylla skarðið. Aðeins Idrissa Gueye og N'Golo Kante unnu fleiri tæklingar í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Fylgist með: Manolo Gabbiadini
Var keyptur til Southampton í janúar fyrir 14 milljónir punda og skoraði sex mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Nárameiðsli í mars ýttu ítalska sóknarmanninum af sporinu. Hressandi verður að fylgjast með því hvernig Gabbiadini finnur sig á sínu fyrsta heila tímabili með liðinu.

Komnir:
Jan Bednarek (Lech Poznan)

Farnir:
Cuco Martina (Everton)
Martin Caceres (Verona)
Jay Rodriguez (West Brom)
Harrison Reed (Norwich) Lán

Þrír fyrstu leikir: Swansea (H), West Ham (H) og Huddersfield (Ú)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Southampton 111 stig
9. West Ham 110 stig
10. Stoke 89 stig
11 Leicester 85 stig
12. Newcastle 82 stig
13. Bournemouth 76 stig
14. West Bromwich Albion 69 stig
15. Crystal Palace 65 stig
16. Watford 40 stig
17. Burnley 33 stig
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner