Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   þri 08. ágúst 2017 22:40
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Gulli Jóns: Menn seldu sig dýrt
Gunnlaugur Jónsson var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld
Gunnlaugur Jónsson var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bara mjög stoltur af þessari kröftugu frammistöðu," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KR á heimavelli í Pepsi deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 KR

„Við þurftum heldur betur að stíga hérna fram á völlinn og sína úr hverju við erum gerðir. Við fengum all svakalega á trýnið gegn Val, við fengum góða viku til að undirbúa þennan leik og mér fannst við fá þannig viðbrögð að við getum klárlega byggt ofan á þetta.

„Þeir voru ekkert að fá nein brjáluð færi. Þeir eru reyndar með brjálaðan spyrnumann í Óskari og þessar aukaspyrnur þarna hægra megin með vindi eru bara hættulegar þegar þú ert með þannig gæði í liðinu. Enn fram að því eru það við sem erum að fá betri færi og eigum klárlega að vera búnir að setja tvö núll á þá. Svo sé ég ekki alveg í lokinn hvað gerist þarna þegar þeir koma boltanum inn fyrir línuna og skora annað markið sem svo reyndar dæmt af. Engu að síður við fengum úrslit, við fengum stig á töfluna sem er mikilvægt og ég ítreka að við getum byggt á svo mörgu sem við sýndum hér í kvöld. Geggjuð liðsheild og menn voru tilbúnir að selja sig dýrt hér í dag."

Skagamenn vildu fá vítaspyrnu sem ekki var dæmd og Gulli var spurður út í það.

„Mér fannst þetta vera víti, alla vega úr því sjónarhorni sem við vorum en svona er þetta. Stundum færðu ákvarðanir með þér og stundum á móti þér. Því miður þá dæmdi Walesverjinn ekki víti þarna en kannski fengum við svo með okkur þegar KR-ingar skora þar sem er dæmt af."

Einnig tilkynnti Gunnlaugur að Robert Menzel hefði spilað sinn síðasta leik fyrir ÍA.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner