Hlynur Svan Eiríksson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks var sáttur með stigin þrjú í leikslok en var þó ekki sáttur með að hafa fengið þrjú mörk í sitt net. Leikurinn endaði 3-4 fyrir Breiðablik eftir virkilega góða byrjun hjá Kópavogsstúlkum, sem náðu að kæfa leikinn eftir u.þ.b. 20 mínútna leik.
,,Ég er sáttur við margt í okkar leik, en mér fannst ekki nægilega gott hjá okkur að fá þrjú mörk á okkur, en það skiptir engu máli við unnum þennan leik 4-3 og við tökum þrjú stig frá Mosfellsbæ og við erum bara ánægð með það"
,,Þegar maður er kominn í meistaraflokk þá hugsar maður aldrei að maður vinni fyrri eða seinni hálfleik. Leikurinn er í 90.mínútur og við unnum þennan leik 4-3. Auðvitað er gaman að halda markinu hreinu en fyrst að við fengum þrjú mörk á okkur þá þurftum við að gera fjögur."
,,í dag var ekkert erfitt að mótívera liðið, við spilum fyrri hálfleikinn mjög vel og við nálgumst ekkert leikinn öðruvísi í hausnum hvort sem það er Stjarnan eða Afturelding."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir