Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. september 2014 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Settum góða pressu á boltann
Roy Hodgson fann réttu taktísku blönduna til að takast á við Svisslendinga í Sviss.
Roy Hodgson fann réttu taktísku blönduna til að takast á við Svisslendinga í Sviss.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson var kátur með mikilvægan sigur sinna manna á Svisslendingum í undankeppni EM 2016.

Danny Welbeck skoraði bæði mörk Englendinga sem virkuðu ákveðnir varnarlega og hættulegir sóknarlega.

Leikurinn var þó frekar jafn þar til Welbeck kom gestunum yfir. Þá opnaðist leikurinn gríðarlega og komust bæði lið nálægt því að skora áður en Welbeck innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma.

,,Við nálguðumst leikinn rétt frá fyrstu mínútu og það skilaði sér í formi þriggja stiga," sagði Hodgson eftir leikinn.

,,Við settum góða pressu á boltann og beittum skyndisóknum. Við þurftum bara þetta fyrsta mark sem fær andstæðingana til að sækja meira, eftir markið vorum við mjög hættulegir og hefðum getað bætt nokkrum mörkum við áður en Danny Welbeck kláraði þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner