mán 08. september 2014 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Hvað þarf að gerast til að U21 árs landsliðið komist áfram?
Fjögur bestu liðin í 2. sæti komast í umspil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 árs landsliðið getur farið í umspil um sæti á EM sem fer fram í Tékklandi á næsta ári en það fer allt eftir því hvernig leikirnir á morgun koma til með að fara. Þrjú önnur lið eiga möguleika.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Frakkland í kvöld en Kristján Gauti Emilsson jafnaði metin eftir að Yaya Sanogo hafði komið Frökkum yfir.

Jafnteflið var gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland en liðið á góðan möguleika á að komast í umspil fyrir lokamótið.

Ísland er í öðru sæti í sínum riðli með 16 stig en liðið er með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem sitja í öðru sæti. Liðið er því sem stendur með umspilssæti í höndunum en það gæti þó breyst á morgun.

Úkraína er efst á lista yfir liðin í öðru sæti með 19 stig og næst kemur Holland með 16 stig, Ísland er í þriðja sæti með 16 stig og Rússland í fjórða og síðasta sæti í umspilum með 16 stig en lakari markatölu en Ísland.

Ítalía og Austurríki geta séð til þess að bæði Ísland og Rússland missi umspilssætin en Ítalía mætir Kýpur á meðan Austurríki mætir Spánverjum. Annað liðið má sigra því þá missir Rússland sæti sitt en vinni bæði lið þá er draumurinn úti fyrir Ísland.

Fari hinsvegar svo að Ítalía vinni sinn leik gegn Kýpur þá hafnar Belgía í öðru sæti með 16 stig og +8 í markatölu og færi þá Ísland áfram en Ítalía áfram á kostnað Belgíu.

Svíþjóð á smá möguleika líka á að ná sæti en liðið þarf þá stórsigur á móti Tyrklandi og treysta á önnur úrslit. Tyrkland gæti svo alltaf unnið Svíþjóð og styrkt stöðu sína og náð 16 stigum. Möguleikarnir eru ágætir fyrir íslenska liðið en þetta kemur allt í ljós annað kvöld.

Umspilið fer fram 8. og 14. október næstkomandi.

Leikirnir:
17:00 Austurríki - Spánn
16:30 Svíþjóð - Tyrkland
15:00 Ítalía - Kýpur

Sæti um umspil:
1. Úkraína 19 stig
2. Holland 16 stig +16
3. Ísland 16 stig +9
4. Rússland 16 stig +2
5. Ítalía 15 stig +6
6. Austurríki 15 stig +3
7. Svíþjóð 13 stig +5
Athugasemdir
banner
banner
banner