Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. september 2014 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Myndir: Welbeck í aðalhlutverki á veraldarvefnum
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck var seldur frá Manchester United til Arsenal á 16 milljónir punda á lokadegi félagsskiptagluggans.

Það voru mögulega mest umræddu félagsskipti sumarsins þar sem stuðningsmenn beggja liða skiptust í fylkingar, með eða á móti Welbeck.

Sóknarmaðurinn var í byrjunarliði Englendinga gegn öflugum Svisslendingum og skoraði bæði mörk leiksins sem hleypti skaprænu hæfileikum stuðningsmanna af stað.

Niðurstaðan varð skemmtilegt myndaflóð af Welbeck að sigra heiminn, sem gerir bæði grín að þeim stuðningsmönnum Man Utd sem syrgja sóknarmanninn og þeim stuðningsmönnum Arsenal sem dá hann.
Athugasemdir
banner
banner