Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 08. september 2017 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Stjarnan og ÍBV mætast í bikarúrslitum kvenna
Stjarnan á erfiðan leik gegn ÍBV á Laugardalsvelli í dag
Stjarnan á erfiðan leik gegn ÍBV á Laugardalsvelli í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina en heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla. Þá harðnar baráttan í neðri deildum í bæði kvenna- og karlaboltanum.

Ægir og Kári eigast við í 3. deild karla í dag en Kári er þegar búið að vinna 3. deildina og því tryggt sæti í 2. deildinni. Ægismenn eiga ekki möguleika á sæti og er ekki nálægt fallsætinu, svo þessi leikur skiptir voðalega litlu máli fyrir bæði lið.

Á laugardaginn er nóg um að vera. Til að byrja með er best að nefna bikarúrslitaleik Stjörnunnar og ÍBV sem fer fram á Laugardalsvelli en ÍBV er annað árið í röð í bikarúrslitum, líkt og karlaliðið.

ÍBV tapaði fyrir Breiðablik í fyrra 3-1 í bikarúrslitum en Eyjakonur vilja nú hefna fyrir það gegn Stjörnunni og landa bikarnum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í karlaliði Eyjamanna lönduðu bikarnum í ár og vilja Eyjakonur halda þjóðhátíðinni áfram og klára dæmið þetta árið.

Kvennalið ÍBV hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari en það var árið 2004. Stjarnan hefur aftur á móti unnið bikarinn þrisvar sinnum. 2012, 2014 og 2015.

Pepsi-deild karla hefst þá aftur á nýjan leik eftir landsleikjahlé en toppbaráttan, Evrópubaráttan og fallbaráttan er í fullum gangi fyrir lokaumferðirnar.

ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir en liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda og sömu sögu má segja af KR sem berst um Evrópusæti.

Víkingur Ó. er í sömu stöðu og ÍBV, liðið er að berjast í fallbaráttu og mætir Fjölnismönnum í Ólafsvík.

Leiknir F: mætir Haukum í 20, umferð Inkasso-deildarinnar á meðan HK og Þór eigast við í öflugum leik í Kórnum.

Hægt er að sjá alla leiki helgarinnar hér fyrir neðan.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 8. september

3. deild karla
17:30 Ægir-Kári (Þorlákshafnarvöllur)

laugardagur 9. september

Pepsi-deild karla
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
16:30 Víkingur Ó.-Fjölnir (Ólafsvíkurvöllur)

Inkasso deildin 1. deild karla
14:00 Leiknir F.-Haukar (Fjarðabyggðarhöllin)
17:00 HK-Þór (Kórinn)

2. deild karla
14:00 Völsungur-Sindri (Húsavíkurvöllur)
14:00 Höttur-Magni (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Víðir-Njarðvík (Nesfisk-völlurinn)
15:00 Vestri-Afturelding (Torfnesvöllur)
15:00 Fjarðabyggð-Huginn (Eskjuvöllur)

1. deild kvenna
13:00 ÍA-Sindri (Norðurálsvöllurinn)
14:00 Keflavík-Víkingur Ó. (Nettóvöllurinn)
14:00 Hamrarnir-Þróttur R. (Boginn)
14:00 HK/Víkingur-Selfoss (Kórinn)
14:00 ÍR-Tindastóll (Hertz völlurinn)

2. deild kvenna
11:00 Fjölnir-Einherji (Extra völlurinn)
14:00 Augnablik-Hvíti riddarinn (Fagrilundur)
14:00 Grótta-Afturelding/Fram (Vivaldivöllurinn)

Borgunarbikar kvenna
17:00 Stjarnan-ÍBV (Laugardalsvöllur)

sunnudagur 10. september

Pepsi-deild karla
17:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)

2. deild karla
14:00 KV-Tindastóll (KR-völlur)

3. deild karla
14:00 Dalvík/Reynir-Berserkir (Dalvíkurvöllur)
14:00 Vængir Júpiters-Þróttur V. (Egilshöll)
14:00 Reynir S.-KFG (Sandgerðisvöllur)
14:00 Einherji-KF (Vopnafjarðarvöllur)

2. deild kvenna
14:00 Völsungur-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Húsavíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner