Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. október 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Goal 
Blatter í banni: Verstu ummæli forsetans í tímaröð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltamiðillinn Goal.com hefur tekið saman verstu (eða bestu?) ummæli Sepp Blatter, fráfarandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Siðanefnd FIFA setti Blatter í þriggja mánaða bann frá afskiptum af fótbolta á meðan verið er að rannsaka ýmis mál Svisslendingsins.

Ummælin sem Goal tók saman má sjá hér fyrir neðan, en þau eru vægast sagt kostuleg þar sem alskonar fordómar málaðir af fáfræði líta dagsins ljós.

Janúar 2004: „Látum konurnar spila í kvenlegri fatnaði, eins og í blaki. Til dæmis væri hægt að þrengja stuttbuxurnar þeirra," var hugmynd sem Blatter kom með til að auka vinsældir kvennaboltans.

Apríl 2004: „Það ætti að vera sigurvegari eftir hvern einasta leik. Þegar þú spilar spil eða hvaða leik sem er þá er alltaf sigurvegari og tapari," sagði Blatter þegar hann hugðist leggja niður jafntefli.

Mars 2006: „Ég gæti skilið þetta ef það hefði gerst í Afríku, en ekki á Ítalíu," sagði Blatter um hinn mikla Calciopoli skandal.

Júlí 2008: „Það er of mikið um nútíma þrælkun í knattspyrnu, það er alltaf verið að færa leikmenn á milli félaga og kaupa þá eins og hluti," sagði Blatter þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til Real Madrid.

Febrúar 2010: „Ef þetta hefði gerst í til dæmis Suður-Ameríku þá held ég að það hefði bara verið klappað fyrir honum," sagði Blatter um meint framhjáhald John Terry.

Desember 2010: „Ég held að þeir ættu að sleppa allri kynferðislegri hegðun meðan þeir eru þarna," sagði Blatter um þá samkynhneigðu áhorfendur sem gætu lagt leið sína til Katar fyrir HM 2022.

Maí 2011: „Kreppa? Hvað er kreppa? Knattspyrnan er ekki í kreppu," sagði Blatter þegar FIFA var á kafi í spillingarmálum.

Nóvember 2011: „Það eru engir kynþáttafordómar á vellinum. Sá sem verður fyrir barðinu á þessu í hita leiksins þarf að átta sig á því að þetta er leikur og taka í höndina á andstæðingnum," sagði Blatter um kynþáttafordóma þegar Luis Suarez var dæmdur í leikbann eftir samskipti við Patrice Evra.

Október 2013: „Kannski lítið þig á mig sem vægðarlaust sníkjudýr sem sýgur lífið úr knattspyrnunni. Spyrjið ykkur: ,Hvað hefur Blatter gert?' voru rökin sem Blatter færði fyrir því að vera ekki búinn að segja af sér forsetaembættinu.

Nóvember 2013: „Amma sagði alltaf að það heyrist ding-dong í klukku, ekki ding-ding-ding. Það þarf að hlusta á bæði dingið og dongið," sagði Blatter um þrælkun verkamanna sem eru að byggja leikvanga fyrir HM í Katar.

Maí 2015: „Kvennaknattspyrnan er án efa afkvæmi mitt. Ég lít svolítið á mig sem guðfaðir kvennaknattspyrnunnar innan FIFA."

Maí 2015: „Ég er fjallageit sem heldur áfram og lætur ekkert stöðva sig, ég held alltaf áfram," sagði Blatter áður en hann var endurkjörinn forseti FIFA.

Maí 2015: „Ég ætla ekki að nota orðið tilviljun, en ég er með smá spurningamerki," sagði Blatter eftir að sjö opinberir starfsmenn FIFA voru handteknir í tengslum við mútumál.

Maí 2015: „Ég fyrirgef öllum en gleymi ekki. Við getum ekki lifað án UEFA og UEFA getur ekki lifað án okkar (FIFA)," sagði Blatter til að svara Michel Platini, forseta UEFA, þegar sá síðarnefndi útilokaði ekki sniðgöngu UEFA á HM 2022 í Katar.

September 2015: „Blatter endurtók að hann hafði ekki gert neitt ólöglegt eða ósiðlegt og sagðist ætla að halda áfram sem forseti FIFA," stóð í opinberri yfirlýsingu frá FIFA.

Október 2015: „Blatter hlakkar til að sýna fram á sakleysi sitt í öllum þessum málum," stóð í yfirlýsingu eftir að siðanefnd FIFA setti Blatter í þriggja mánaða bann.
Athugasemdir
banner
banner