Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. október 2015 17:26
Magnús Már Einarsson
Chelsea og Arsenal sektuð
Mynd: Getty Images
Chelsea og Arsenal hafa fengið sekt frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í leik liðanna í síðasta mánuði.

Gabriel Paulista og Santi Cazorla leikmenn Arsenal fengu rauða spjaldið í leiknum.

Diego Costa, framherji Chelsea, var heppinn að fá ekki rauða spjaldið en hann var síðar dæmdur í þriggja leikja bann út frá myndbandsupptökum.

Chelsea var sektað um 40 þúsund pund fyrir lætin eða 7,7 miljónir króna en Arsenal 30 þúsund pund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner