Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 08. október 2015 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ferguson: Ravel Morrison einn sá hæfileikaríkasti
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson segir marga hæfileikaríka knattspyrnumenn ekki búa yfir nægilegum andlegum styrk til að komast í heimsklassa.

Ferguson notar Ravel Morrison, leikmann Lazio, sem dæmi um leikmann sem hefði getað komist í heimsklassa.

Manchester United þurfti að selja Morrison til West Ham þegar hann var aðeins nítján ára gamall. Hamrarnir lánuðu hann út til þriggja liða og þegar samningurinn rann út í sumar hélt Morrison til Lazio á Ítalíu, þar sem hann hefur spilað tvo deildarleiki á tímabilinu.

„Því miður þá eru dæmi um leikmenn sem hafa svipaða hæfileika og Ryan Giggs eða Cristiano Ronaldo en verður ekkert úr," sagði Sir Alex.

„Þessir leikmenn eru einfaldlega ekki nægilega sterkir andlega til að komast yfir slæmar reynslur úr æsku og berjast við innri djöfla.

„Ravel Morrison er líklega sorglegasta tilfellið. Hann var einn af hæfileikaríkustu unglingum sem ég hafði nokkurn tímann séð en hann virtist elta vandamálin uppi.

„Það var mjög erfitt að selja hann til West Ham því hann hefði getað orðið stórkostlegur leikmaður en við áttum engra kosta völ og urðum að láta hann fara."


Morrison spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður og átti sitt besta tímabil þegar hann gerði sex mörk í fimmtán leikjum fyrir QPR í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner