fim 08. október 2015 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Hamann gæti verið partur af þjálfarateymi Klopp
Dietmar Hamann var ekkert lamb að leika sér við enda grjótharður á miðjunni.
Dietmar Hamann var ekkert lamb að leika sér við enda grjótharður á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því að Dietmar Hamann gæti tekið við þjálfarastarfi innan Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp.

Hamann er 42 ára gamall Þjóðverji sem átti farsælan feril sem miðjumaður og var lykilmaður hjá Liverpool í mörg ár. Þar vann Hamann enska bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, Evrópudeildina og tvo deildabikara.

Klopp var kynntur sem nýr stjóri Liverpool fyrr í kvöld og telur Daily Mail að Hamann verði partur af þjálfarateymi hans sem verður aðallega skipað af teyminu sem stýrði Borussia Dortmund.

Hamann hefur farið fögrum orðum um Klopp í fjölmiðlum og hefur oft sagt að hann myndi henta fullkomlega sem eftirmaður Brendan Rodgers hjá Liverpool.

Hamann er með þjálfararéttindi frá UEFA og hefur þjálfað hjá MK Dons, Leicester City og Stockport County.
Athugasemdir
banner
banner
banner