Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. október 2015 20:35
Magnús Már Einarsson
Katrín Ásbjörnsdóttir í Stjörnuna (Staðfest)
Katrín Ásbjörnsdóttir og Ana Cate ásamt Einari Páli við undirskriftina.
Katrín Ásbjörnsdóttir og Ana Cate ásamt Einari Páli við undirskriftina.
Mynd: Stjarnan.is
Sóknarmaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna, en hún lék síðast með Klepp í efstu deild Noregs. Þetta kemur fram á vef Stjörnunnar.

Katrín er uppalin KR-ingur en spilaði fyrir Þór/KA árin 2012-2014 og varð Íslandsmeistari með liðinu. Þá á hún að baki tvo A-landsleiki og fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

„Við höfum lengi haft augastað á Katrínu og nú kom tími sem hentaði báðum aðilum. Það eru virkilega góð tíðindi að hún hafi kosið að koma í Stjörnuna," sagði Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna, við Fótbolta.net.

„Við höfum mikinn metnað fyrir því að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn á næsta ári og þessi liðsstyrkur hjálpar okkur í átt að því markmiði."


Þá skrifaði Ana Victoria Cate undir eins árs framlengingu á samningi sínum, en hún kom til Stjörnunnar frá FH síðasta vor og lék lykilhlutverk á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner