fim 08. október 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Kristinn Kjærnested: Ekkert íslenskt félag hefur efni á Gary Martin
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, reiknar ekki með öðru en að Gary Martin spili áfram með liðinu næsta sumar.

Gary var ósáttur við lítinn spiltíma í sumar og lét það meðal annars í ljós í viðtali eftir leikinn gegn Víkingi R. í lokaumferðinni um síðustu helgi.

Gary framlengdi samning sinn við KR til 2017 fyrr á þessu ári og Kristinn segir að hann sé ekki á förum.

„Hann er bara í KR. Við gerðum nýjan samning við hann síðastliðið vor og Gary á eftir að standa sig með KR," sagði Kristinn við Fótbolta.net í dag.

Gary hefur verið orðaður við önnur félög í Pepsi-deildinni en Kristinn hefur blásið á þann orðróm. „Það er ekkert íslenskt lið sem hefur efni á honum," sagði Kristinn við Fótbolta.net í dag.

Gary skoraði fimm mörk í fimmtán leikjum í Pepsi-deildinni í sumar en í fyrra var hann markahæsti maður deildarinnar með þrettán mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner