Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2015 23:28
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Alaba gaf flóttamönnum hundruði skópara
Mynd: Getty Images
Ekkert land í Evrópu hefur samþykkt að taka við jafn mörgum flóttamönnum og Þýskaland á þessum erfiðu tímum.

Mörg knattspyrnufélög og knattspyrnumenn hafa lagt flóttamönnum lið í baráttu sinni fyrir betra lífi.

David Alaba er talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims og er fæddur og uppalinn í Austurríki en er afkomandi innflytjenda frá Nígeríu og Filippseyjum.

Alaba leikur með Bayern München í Þýskalandi og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Alaba kaupir hundruði takkaskópara fyrir innflytjendur.


Athugasemdir
banner