Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. október 2015 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA stendur með Platini: Forsetinn mun hreinsa nafn sitt
Mun forsetinn hreinsa nafn sitt?
Mun forsetinn hreinsa nafn sitt?
Mynd: Getty Images
Siðanefnd FIFA er búin að setja Sepp Blatter og Michel Platini í þriggja mánaða bann vegna ásakana og yfirstandandi rannsókna varðandi stórfelld svindl.

Blatter og Platini eru, eins og flestir vita, forsetar Alþjóðknattspyrnusambandsins (FIFA) og evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA).

FIFA gerði Issa Hayatou að forseta sínum á meðan Blatter er vikið frá störfum en UEFA hefur neitað að skipta um forseta.

„Stjórn UEFA sér enga þörf á því að skipa nýjan forseta fyrir næstu mánuði," segir í yfirlýsingu frá evrópska knattspyrnusambandinu.

„Stjórnin hefur fulla trú á því að forsetinn muni áfrýja ákvörðuninni og hreinsa nafn sitt.

„Stjórnin treystir Michel Platini, forseta UEFA, og stendur með honum í þessu máli."

Athugasemdir
banner
banner