Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. nóvember 2017 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Advocaat að hætta með hollenska landsliðið
Mynd: Getty Images
Dick Advocaat hefur staðfest það að hann muni ekki framlengja samning sinn við hollenska knattspyrnusambandið.

Advocaat tók við Hollandi í maí síðastliðnum en mistókst að koma liðinu á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Þetta er í þriðja sinn sem Advocaat stýrir Hollandi, en þjálfaði Hollendinga einnig frá 1992 til 1994 og aftur frá 2002 til 2004.

Holland spilar gegn Skotlandi í Aberdeen á morgun áður en haldið verður til Búkarest þar sem þeir appelsínugulu mæta heimamönnum í Rúmeníu. Báðir leikirnir verða vináttulandsleikir, en þeir verða síðustu leikir Advocaat með hollenska liðið, í bili að minnsta kosti.

„Þetta er síðustu tveir leikirnir hjá mér og síðan hætti ég með landsliðið," sagði við blaðamenn í Skotlandi í dag.

Hinn sjötugi Advocaat vildi ekki tjá sig um hvað væri næst á dagskrá hjá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner