Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 08. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho gæti mætt Englandi - Læknirinn vongóður
Coutinho í leik með brasilíska landsliðinu.
Coutinho í leik með brasilíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho gæti verið klár í slaginn þegar brasilíska landsliðið mætir því enska á þriðjudaginn í næstu viku.

Enska landsliðið mætir Þýskalandi á Wembley á föstudag áður en liðið leikur við Brasilíu í næstu viku.

Hinn 25 ára gamli Coutinho hefur ekki spilað með Liverpool síðan frá 4-1 tapinu gegn Tottenham þann 22. október. Hann gæti þó verið klár í slaginn gegn Englendingum í næstu viku.

„Líkurnar á að hann spili gegn Japan (á föstudag) eru mjög litlar. Hann gæti verið á bekknum og spilað nokkrar mínútur, en við erum að vinna í því að gera hann klárann fyrir leikinn gegn Englandi," sagði liðslæknir Brasilíu við Globo Esportes.

Brasilíska landsliðið hefur verið að æfa í París, á heimavelli Paris Saint-Germain, Parc des Princes. Neymar, helsta stjarna Brasilíu, hefur verið að sýna liðsfélögum sínum í brasilíska landsliðinu París enda er hann leikmaður Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner