Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. nóvember 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigandi Marseille um Evra: Synd að sjá hann hegða sér svona
Frá atvikinu.
Frá atvikinu.
Mynd: Getty Images
„Þetta er hegðun sem við sættum okkur ekki við," segir Frank McCourt, bandarískur eigandi Marseille, um þá ákvörðun að bakvarðarins Patrice Evra að sparka í stuðningsmann.

Evra missti stjórn á skapi sínu og sparkaði í stuðningsmann fyrir Evrópudeildarleik Marseille síðastliðinn fimmtudag.

Umræddur stuðningsmaður á að hafa öskrað á Evra að hann ætti að hundskast frá félaginu en Evra fékk brottvísun fyrir atvikið.

„Þetta er óásættanleg hegðun, bæði hjá Evra og stuðningsmanninum," sagði McCourt við La Provence.

„Svona líðum við ekki hjá Marseille, svo einfalt er það. Það er synd að sjá frábæran leikmann eins og Patrice hegða sér svona."

Evra hefur verið settur í tímabundið bann hjá Marseille. Hann fær fund með forráðamönnum félagsins til að skýra frá sinni stöðu, en líklegt þykir að hann verði látinn laus undan samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner