Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. nóvember 2017 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin auglýsingabrella að velja liðsfélaga Kára
Malcky Mackay.
Malcky Mackay.
Mynd: Getty Images
Malky Mackay, sem sinnir starfi landsliðsþjálfara Skotlands tímabundið, segir það ekki auglýsingabrellu að hann skuli hafa valið þrjá leikmenn Aberdeen í fyrsta landsliðshóp sinn.

Kris Boyd, fyrrum landsliðsframherji Skota, gagnrýndi Mackay fyrir að velja þá Graeme Shinnie, Ryan Christie og Kenny McLean í landsliðshóp Skotlands fyrir vináttulandsleik gegn Hollandi.

Shinnie og Christie eru báðir nýliðar en McLean á einn landsleik að baki. Allir eru þeir liðsfélagar Kára Árnasonar hjá Aberdeen.

Leikur Skotlands og Hollands fer fram á heimavelli Aberdeen, en að mati Boyd snerist valið meira um miðasölu en gæði. Hann vill meina að leikmenn Aberdeen hefði verið valdir svo fólkið í Aberdeen myndi kíkja á leikinn til að sjá sína leikmenn sína spila.

Mackay segist hafa valið hóp sem hann telur að geti unnið leikinn, það sé engin önnur ástæða á bak við valið.

„Hver sá sem þekkir mig veit að þegar ég vel lið, þá vel ég lið til að
geta unnið leikinn,"
sagði Mackay. „Ég myndi ekki velja neinn bara til þess að vera í liðinu. Ég vil vinna Holland."

„Við erum hér í Aberdeen og fólk segir að leikmenn Aberdeen séu hópnum til að selja miða. Tveir af þeim munu byrja leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner