Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. nóvember 2017 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Útlitið dökkt fyrir Rosengård
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chelsea 3 - 0 Rosengård
Mörk Chelsea: Francesca Kirby, Ramona Bachmann, Gilly Flaherty.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn þegar sænska liðið Rosengård tapaði gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum.

Glódís Perla og stöllur í vörninni náðu ekki að stöðva Chelsea og leikurinn endaði með 3-0 sigri Lundúnabúa.

Rosengård þarf að eiga býsna góðan leik á heimavelli eftir viku til þess að eiga möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit.

María Þórisdóttir byrjaði hjá Chelsea en var tekin af velli þegar tæpar 80 mínútur voru liðnar af leiknum. Andrea Thorisson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Rosengård.

Fyrrum lið Glódísar Perlu, Stjarnan, leikur gegn Slavia Prag frá Tékklandi í Garðabænum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner