Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. nóvember 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Heiðar með eitt lengsta nafnið í sögu Bundesligunnar
Gunnar fagnar í leik með Hannover.
Gunnar fagnar í leik með Hannover.
Mynd: Getty Images
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, kemur óvænt við sögu í umræðu um þýsku Bundesliguna á Twitter í dag.

Verið var að auka stafabilið á Twitter úr 140 stöfum í 280 stafi og af því tilefni ákvað tölfræðiveitan Opta að rifja upp fimm lengstu nöfnin í sögu þýsku Bundesligunnar.

Þar kemst Gunnar Heiðar á blað en hann spilaði með Hannover í þýsku Bundesligunni tímabilið 2006/2007 eftir að hafa verið markakóngur í Svíþjóð árið áður.

Gunnar Heiðar fór síðan til Valerenga í Noregi á láni árið 2007 áður en hann fór til Esbjerg í Danmörku.

Hér að neðan má sjá færsluna hjá Opta.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner