Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. nóvember 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV kannar möguleikann á því að fá Rasmus aftur
Rasmus á ferðinni með Val.
Rasmus á ferðinni með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍBV mun kanna möguleikann á því að fá Rasmus Christiansen í sínar raðir frá Íslandsmeisturum Vals.

Kristján Guðmundsson, þálfari ÍBV, sagði frá því í dag að hann ætlaði að reyna að bæta miðverði við hópinn hjá sér.

„Við erum búnir að missa hægri bakvörð og tvo hafsenta og það gefur augaleið að við erum að leita að hafsent," sagði Kristján í viðtali sem var tekið þegar Ágúst Leó Björnsson var tilkynntur sem nýjasti leikmaður ÍBV í dag. Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.

Kristján greindi svo frá því í samtali við 433.is að Rasmus væri möguleiki sem ÍBV væri að skoða.

„Rasmus er möguleiki sem verður skoðaður næstu daga," sagði Kristján aðspurður út í danska varnarmanninn.

Rasmus þekkir sig vel í Vestmannaeyjum eftir að hafa spilað þar með ÍBV við góðan orðstír frá 2010 til 2013. Hann spilaði með Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð, en er nú samningslaus.
Kristján: Hef séð hann spila frá því hann var sex ára
Athugasemdir
banner
banner
banner