Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. nóvember 2017 16:38
Magnús Már Einarsson
Ísland tapaði gegn Tékkum í Katar
Icelandair
Hjörtur Hermannsson með boltann í leiknum í dag.  Hann spilaði fyrri hálfleikinn í hægri bakverði og þann síðari í miðverði.
Hjörtur Hermannsson með boltann í leiknum í dag. Hann spilaði fyrri hálfleikinn í hægri bakverði og þann síðari í miðverði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 2 Tékkland
0-1 Tomas Soucek ('19)
0-2 Jan Sykora ('65)
1-2 Kjartan Henry Finnbogason ('77)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Tékkland sigraði Ísland 2-1 í vináttuleik sem fór fram í Doha í Katar í dag. Leikurinn var nokkuð opinn og mörkin hefðu auðveldlega getað orðið fleiri.

Tomas Soucek skoraði fyrra mark Tékka eftir langt innkast á 19. mínútu. Jan Sykora bætti við marki með skoti úr teignum um miðbik síðari hálfleiks.

Kjartan Henry Finnbogason minnkaði muninn á 76. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf frá Theodór Elmar Bjarnasyni í netið eftir fínt spil.

Kjartan var ógnandi í leiknum og var óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik en hann náði ekki nógu góði skoti eftir að hafa leikið á markvörð Tékka.

Viðar Örn Kjartansson átti einnig stangarskot í fyrri hálfleik auk þess sem Tomas Vaclik varði frá honum úr góðu færi í þeim síðar. Þá var ranglega dæmt af Tékkum vegna rangstöðu í stöðunni 0-0.

Íslenska liðið dvelur áfram í Katar næstu dagana og spilar vináttuleik við heimamenn á þriðjudaginn.

Lið Íslands í dag
Rúnar Alex Rúnarsson
Hjörtur Hermannsson
Kári Árnason (Rúrik Gíslason 46)
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon (Rúnar Már Sigurjónsson 46)
Jóhann Berg Guðmundsson (Theodór Elmar Bjarnason 46)
Ari Freyr Skúlason
Birkir Bjarnason (Arnór Ingvi Traustason 60)
Ólafur Ingi Skúlason (Diego Jóhannesson 83)
Viðar Örn Kjartansson
Kjartan Henry Finnbogason (Kristján Flóki Finnbogason 86)

Fleiri myndir hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner