Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. nóvember 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kahn: Nagelsmann er of ungur
Nagelsmann þykir spennandi kostur fyrir Bayern.
Nagelsmann þykir spennandi kostur fyrir Bayern.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann er of ungur til að verða næsti stjóri Bayern München, þetta segir fyrrum markvörður liðsins, Oliver Kahn.

Nagelsmann, sem er þrítugur, hefur verið að gera flotta hluti með Hoffenheim og hefur vakið athygli.

Hann hefur verið orðaður við Bayern og þykir nokkuð líklegur til að taka við stórveldinu eftir þessa leiktíð.

Jupp Heynckes stýrir Bayern út þessa leiktíð, en svo tekur nýr stjóri við, mögulega Nagelsmann.

Kahn, sem var fyrirliði Bayern á sínum tíma, líst ekkert rosalega vel á hugmyndina um Nagelsmann.

„Það er mjög erfitt fyrir Bayern að finna framtíðarþjálfara, vegna þess að það er erfitt að segja til um hvernig hugmyndafræði félagið er að leitast eftir. Hvernig þjálfara vill félagið?" sagði Kahn.

„Þið nefnduð Julian Nagelsmann og Thomas Tuchel. Þeir eru áhugaverðir kostir, en Nagelsmann er of ungur fyrir Bayern. Hann þarf nokkur ár í viðbót," sagði Kahn við Omnisport.

„Thomas Tuchel er mjög góður þjálfari, en það er erfitt að segja til um það hvort hann henti Bayern."
Athugasemdir
banner
banner