banner
   mið 08. nóvember 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Mandzukic tæpur fyrir umspilið hjá Króatíu
Mario Mandzukic.
Mario Mandzukic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mario Mandzukic, framherji Króatíu, gæti misst af fyrri umspilsleiknum við Grikki á morgun vegna meiðsla aftan í læri.

Króatar enduðu í 2. sæti í I-riðli í undankeppninni á eftir Íslandi. Króatar fara því í umspil gegn Grikkjum um sæti á HM en fyrri leikurinn er á heimavelli í Zagreb á morgun.

Mandzukic er tæpur fyrir leikinn á morgun og þá er ljóst að Milan Badelj, miðjumaður Fiorentina, verður ekki með vegna meiðsla.

Króatar hafa fjórum sinnum áður unnið umspil til að komast á stórmót en þeir unnu Ísland í umspili um sæti á HM fyrir fjórum árum.

Ivan Perisic, kantmaður Inter og Króatíu, er bjartsýnn fyrir leikinn á morgun.

„Grikkirnir verða varnarsinnaðir og reyna eins og þeir geta að halda hreinu en við eigum nóg af ásum í erminni til að koma okkur yfir hér í Zagreb," sagði Perisic.
Athugasemdir
banner
banner
banner