Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 08. nóvember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Myndbandsdómgæsla í fyrsta skipti á Englandi á föstudag
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómgæsla verður í fyrsta skipti prófuð í alvöru leik á Englandi á föstudag þegar enska landsliðið mætir því þýska í vináttuleik á Wembley.

Myndbandsdómgæsla hefur verið notuð meðal annars í Serie A á Ítalíu og í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Þetta nýja kerfi hefur fengið misjöfn viðbrögð en oft tekur langan tíma að dæma mark eða ekki.

Myndbandsdómgæslan er einungis notuð í atvikum sem snúa að mörkum, rauðum spjöldum, vítaspyrnum og því ef dómarar fara mannavillt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner