Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. nóvember 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane við stuðningsmenn Liverpool: Slakið á
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, hvetur stuðningsmenn Liverpool að hætta að taka sig alvarlega.

Keane lét áhugaverð ummæli falla eftir leik Liverpool gegn Maribor í Meistaradeildinni í síðustu viku.

„Það er erfitt að vera spenntur yfir þessu liði," sagði Keane um Liverpool. „Ef Liverpool væri að spila í garðinum heima hjá mér, þá myndi ég ekki fylgjast með."

Þessi ummæli féllu skiljanlega ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum Liverpool, en Keane hefur svarað þeim.

„Hver sá sem hefur á einhverjum tímapunkti talað við mig um fótbolta, segir þér að ég ber mikla virðingu fyrir Liverpool," sagði Keane þegar hann ræddi við blaðamenn í gær.

„Ég meinti ekki það sem ég sagði. Fólk þarf að slaka aðeins á."
Athugasemdir
banner