Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   lau 08. desember 2012 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Manchester slagurinn í útvarpsþættinum í dag
Viðureign Manchester City og Manchester United verður í útvarpsþættinum í dag.
Viðureign Manchester City og Manchester United verður í útvarpsþættinum í dag.
Mynd: Getty Images
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á X-inu FM 97,7 í dag milli 12 og 14 eins og alla laugardaga. Umsjónarmenn eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Manchester City og Manchester United eigast við í toppslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hitað verður vel upp fyrir þann leik í þættinum í dag.

Magnús Ingvason stuðningsmaður Manchester City og Tryggvi Páll Tryggvason stuðningsmaður Manchester United mæta í heimsókn í þáttinn.

Þá verður Magnús Már Lúðvíksson, nýjasti leikmaður Vals, á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson. Hægt er að finna þá á Twitter undir @elvargeir og @tomthordarson.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner