Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. desember 2017 20:58
Ingólfur Stefánsson
Anthony Powell í Þór (Staðfest)
Mynd: GettyImages
Þór frá Akureyri hefur gengið frá samningum við bandaríska framherjann Anthony Powell. Powell hefur verið á reynslu hjá liðinu undanfarna viku og skoraði mark í æfingaleik gegn Völsung í vikunni.

Powell sem er 21 árs gamall skrifar undir eins árs samning við félagið. Þórsarar hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum í vetur en Powell er fjórði leiikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið eftir að Inkasso deildinni lauk í haust.

Varnarmaðurinn Admir Kubar er kominn til liðsins frá Þrótti Vogum bakvörðurinn Bjarki Þór Viðarsson frá KA. Þá fengu þeir á dögunum sóknarmanninn Alvaro Montejo Calleja frá ÍBV. Framherjinn Jóhann Helgi Hannesson hefur hinsvegar yfirgefið liðið og gengið til liðs við Grindavík í Pepsi deildinni.

Þórsarar enduðu í 6. sæti Inkasso deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner