Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Axel Óskar setur sér háleit markmið - Ætlar á HM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn sterki Axel Óskar Andrésson stefnir á að vera í flugvélinni sem ferjar íslenska landsliðið til Rússlands næsta sumar.

Hinn 19 ára gamli Axel Óskar mun leika með Torquay til áramóta, en liðið er í fliðið er í fallbaráttu í efstu utandeildinni á Englandi. Hann er í láni hjá félaginu frá Reading.

Í viðtali við heimasíðu Torquay eftir að hann gekk í raðir félagsins segir hann frá markmiðum sínum.

„Ísland er í lokakeppni HM í fyrsta sinn, og ég ætla að reyna að komast í hópinn," sagði Axel Óskar við heimasíðu félagsins.

„Til hvers að lifa ef þú setur þér ekki háleit markmið?"

„Ég hef verið að spila með landsliðum Íslands frá því ég var 15 ára og ég hef alltaf verið að spila með strákum sem eru eldri en ég."

Axel hefur verið lykilmaður í liði U21 landsliði Ísland í undankeppni EM 2019, en liðið hefur verið að standa sig ágætlega og er með sjö stig í þriðja sætinu eftir fimm leiki.

Sjá einnig:
Axel Óskar: Aldrei verið góður í þolinmæði


Athugasemdir
banner
banner