Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. desember 2017 21:38
Ingólfur Stefánsson
Championship: Hörður Björgvin kom ekki við sögu í sigri Bristol
Hörður Björgvin sat á varamannabekknum í kvöld
Hörður Björgvin sat á varamannabekknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sheffield United 1-2 Bristol City
0-1 Jamie Paterson (43')
1-1 Leon Clarke (48')
1-2 Aden Flint (90')
Rautt spjald: John Fleck (59')

Sheffield United og Bristol City mættust í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni á Englandi í hörkuviðureign. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Jamie Paterson kom Bristol yfir á 43. mínútu leiksins en Leon Clarke jafnaði metinn fyrir Sheffield í upphafi síðari hálfleiks.

Á 59. mínútu fékk John Fleck leikmaður Sheffield United að líta beint rautt spjald.

Leikmenn Bristol náðu ekki að nýta sér liðsmuninn fyrr en á 90. mínútu leiksins þegar Aden Flint skoraði og tryggði Bristol gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Með sigrinum fara Bristol upp fyrir Sheffield United í 3. sæti með 40 stig og eru nú 3 stigum frá Aroni Einari og félögum í Cardiff í 2. sætinu sem tryggir þáttöku í úrvalsdeildinni. Cardiff á leik til góða gegn Reading á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner