Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 20:00
Ingólfur Stefánsson
Danmörk: Horsens sigraði Íslendingaslaginn
Kjartan Henry fór meiddur af velli á 19. mínútu
Kjartan Henry fór meiddur af velli á 19. mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin AC Horsens og Sönderjyske mættust í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens og Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliði Sönderjyske.

Troels Kloeve kom Sönderjyske yfir á 13. mínútu. Á 19. mínútu þurfti Kjartan Henry að yfirgefa völlinn og inn fyrir hann kom Oliver Drost.

Drost jafnaði metinn á 52. mínútu og Jonas Thorsen skoraði sigurmarkið fyrir Horsens á 76. mínútu. Eggert Gunnþór lék allan leikinn fyrir Sönderjyske.

Eftir leikinn eru Horsens í 5. sæti deildarinnar með 27 stig en Sönderjyske í 9. sæti með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner