Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég og Mourinho erum eins og tvíburar"
Mynd: Getty Images
„Við erum eins og tvíburar. Hann vill vinna titla og ég vil vinna titla," segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City, aðspurður út í kollega sinn Jose Mourinho hjá Manchester United.

Manchester United og Manchester City mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.

Liðin eru í baráttu um enska meistaratitilinn en báðir stjórar þekkja það vel að vinna titla, eru titlaóðir ef svo má segja.

Ekki er búist við því að Mourinho muni blása til sóknar gegn Manchester City á sunnudag, hann muni frekar reyna að halda markinu sínu hreinu en eitthvað annað.

„Við höfum mætt hvorum öðrum oft og mörgum sinnum. Við horfum mismunandi á leikinn, það er eðlilegt. Ég gagnrýni aldrei kollega mína fyrir hvernig þeir spila," sagði Guardiola.

Það munar átta stigum á liðunum fyrir leikinn og ljóst er að hart verður barist á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner