Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. desember 2017 14:20
Mate Dalmay
Er jólagjöfin í ár ferð til Rússlands?
Bræðurnir Jón Jónsson og Frikki Dór halda uppi stuðinu í Rússlandi.
Bræðurnir Jón Jónsson og Frikki Dór halda uppi stuðinu í Rússlandi.
Mynd: Tripical
Íslendingar ætla að fjölmenna til Rússlands.
Íslendingar ætla að fjölmenna til Rússlands.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ferðaskrifstofan Tripical hóf í morgun sölu á HM í Rússlandi. Í dag er þetta eina ferðaskrifstofan á Íslandi sem býður upp á ferðir í beinu flugi á heimsmeistaramótið sem er lengri en tvær nætur.

Það verður mikið fjör í ferðunum þeirra en Jón Jónsson og Friðrik Dór tónlistarmenn og bræður munu vera úti í Rússlandi með Tripical alla riðlakeppnina! Nóg af skemmtun verður því í boði fyrir farþega sem ferðast með þeim.

„Salan hefur farið gríðarlega vel af stað,” segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical. „Við fundum fyrir mikilli vöntun fyrir íslenska stuðningsmenn á lengri ferðum til Rússlands. Ef salan heldur svona áfram munu allar ferðirnar okkar seljast upp núna yfir helgi. Síðan er auðvitað mikið fjör í kringum Jón og Frikka. Það mun heldur betur vera góð stemming með þeim bræðrum í Rússlandi næsta sumar.”

Tripical býður upp á 4 daga ferð á leik Íslands gegn Argentínu og 7 daga ferð þar sem leikirnir gegn Nígeríu og Króatíu eru teknir saman.

Sjá má tilboðin þeirra hér fyrir neðan.

Ferð eitt: Ísland - Argentína
Fjögurra daga ferð til Moskvu 14. – 17. júní. Þriggja til fjögurra stjörnu hóteli innifalin í verði þar sem gist er í þrjár nætur.

Verð frá 219.990kr

Ferð tvö: Ísland – Nígería og Ísland – Króatía
Já, við tökum báða leikina í einu! Sjö daga ferð þar sem gist er í Volgograd í fjórar nætur og tvær nætur í Rostov On Don. 21. júní – 27. júní. Flogið er í beinu flugi frá Keflavík til Volgograd og frá Rostov On Don til Keflavíkur.
Verð frá 299.990kr

Skoðaðu ferðinar nánar á tripical.is
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner