banner
   fös 08. desember 2017 08:08
Elvar Geir Magnússon
Fjölgun í fótbolta á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti er vinsælasta íþrótt Íslands og var sú íþróttagrein sem bætti við sig flestum iðkendum á árinu 2016.

Þetta kemur fram í iðkendatölum sem ÍSÍ hefur safnað saman og Morgunblaðið fjallar um í blaði dagsins.

Um 8% þjóðarinnar, rúmlega 26.500 manns, voru skráð iðkendur hjá knattspyrnufélögum víðs vegar um Ísland árið 2016. Við þennan fjölda bætast svo þeir sem spila fótbolta í utandeildum eða leika sér í íþróttinni án þess að vera skráðir iðkendur.

Alls voru 11.444 strákar 15 ára og yngri skráðir iðkendur í knattspyrnufélögum í fyrra. Íþróttin er auk þess sú næstvinsælasta hjá stelpum 15 ára og yngri, á eftir fimleikum.

Fjölgunina má að einhverju leyti skrifa á góðan árangur íslenska karlalandsliðsins á EM í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner