Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 12:38
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Perú missir af HM - Féll á lyfjaprófi
Guerrero á æfingu.
Guerrero á æfingu.
Mynd: Getty Images
Landslið Perú hefur orðið fyrir áfalli en fyrirliði liðsins, sóknarmaðurinn Paolo Guerrero, hefur verið dæmdur í árs bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Guerrero verður því ekki með Perú á HM í Rússlandi. Perú er með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu í C-riðli.

Hinn 33 ára gamli Guerrero fór í lyfjapróf eftir markalaust jafntefli Perú gegn Argentínu í október. Í líkama hans fundust efni sem eru á bannlista FIFA.

Guerrero er markahæstur í sögu landsliðs Perú en hann spilar með Flamengo í Brasilíu. Hann lék á sínum tíma í Þýskalandi með Bayern München og Hamborg.

Ekki er vitað hvort hann muni áfrýja þessum úrskurði til íþróttadómstólsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner