Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 19:47
Þórður Már Sigfússon
Fyrrum landsliðsmaður Argentínu rakkar íslenska landsliðið niður
„Nýgræðingar sem munu hópast að argentínsku leikmönnunum með sjálfur í huga.“
Lionel Messi talaði við vel um íslenska landsliðið í vikunni en Oscar Ruggeri er á allt annari skoðun.
Lionel Messi talaði við vel um íslenska landsliðið í vikunni en Oscar Ruggeri er á allt annari skoðun.
Mynd: Getty Images
Oscar Ruggeri, sem hampaði heimsmeistaratitlinum með Argentínu sem leikmaður árið 1986, hefur lítið álit á íslenska landsliðinu og telur að það verði auðveld bráð í upphafsleik þjóðanna á HM í Mosvku þann 16. júní næstkomandi.

Ruggeri virðist halda að Íslendingar séu tiltölulega nýbyrjaðir að iðka knattspyrnu og að landsliðsmennirnir muni hópast með stjörnuglampa í augum, að Messi og félögum með sjálfur í huga.

„Þeir eru nýbyrjaðir að spila fótbolta, er það ekki? Hvenær byrjuðu þeir annars?“ spurði Ruggeri þáttastjórnanda þegar talið barst að íslenska landsliðinu.

„Það fyrsta sem leikmennirnir munu gera þegar þeir ganga inn á völlinn er að fá myndir teknar af sér með argentínsku leikmönnunum, “ sagði Ruggeri ennfremur og ljóst að þekking hans á alþjóðlegri knattspyrnu er lítil sem engin.

„Þetta er ekki flókinn andstæðingur og við vorum heppnir að fá þennan vel viðráðanlega mótherja í fyrsta leik því það er mikilvægt að byrja vel. “
Athugasemdir
banner
banner
banner