Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 08. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrverandi þjálfari Jóns Daða tekur við Crotone
Mynd: Getty Images
Walter Zenga hefur verið ráðinn nýr þjálfari Crotone í ítalska boltanum. Tekur hann við af Davide Nicola sem sagði upp störfum fyrr í vikunni.

Zenga er einn af bestu markvörðum knattspyrnusögunnar og hefur hann þjálfað síðustu 18 ár.

Ítalinn tók við Wolves sumarið 2016 og keypti Jón Daða Böðvarsson en var rekinn þremur mánuðum síðar.

Crotone er tveimur stigum frá fallsæti, með 12 stig eftir 15 umferðir. Zenga á sér heljarinnar verkefni fyrir höndum þar.

Zenga hefur áður stýrt Catania, Palermo og Sampdoria í ítalska boltanum.

Þjálfaraskipti eru tíð í ítalska boltanum en Guiseppe Iachini tók á dögunum við Sassuolo eftir að Cristian Bucchi var rekinn. Sassuolo er stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner