fös 08. desember 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Goal velur sameiginlegt lið Man Utd og Man City
Leroy Sane er í liðinu.
Leroy Sane er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Goal.com
Það verður barist um Manchester á sunnudaginn þegar United og City eigast við á Old Trafford. Goal.com hefur sett saman sameiginlegt lið úr leikmannahópum beggja liða.

Manchester City er átta stigum á undan Manchester United á toppi deildarinnar og ljóst að titilvonir United verða afar litlar ef liðið tapar.

Manchester City ræður lögum og löfum í sameiginlegu liði Goal sem er byggt á frammistöðu á þessu tímabili.

DAVID DE GEA (United)
Þrátt fyrir frábæra frammistöðu Ederson á tímabilinu er ekki hægt að horfa framhjá Spánverjanum.

ANTONIO VALENCIA (United)
Bakvarðastöðurnar er erfiðast að manna en Valencia hefur betur gegn Kyle Walker.

NICOLAS OTAMENDI (City)
Hefur verið hrikalega öflugur við hlið John Stones, sem missir af leiknum á sunnudag vegna meiðsla.

MARCOS ROJO (United)
Rojo fær pláss þar sem Mourinho segir að Eric Bailly verði fjarverandi og Phil Jones er mjög tæpur, ásamt því að Stones er meiddur.

ASHLEY YOUNG (United)
Rétt eins og Fabian Delph hefur gert hjá City hefur Young komið á óvart með frammistöðu sinni í vinstri bakverðinum.

KEVIN DE BRUYNE (City)
Einn besti leikmaður Evrópufótboltans í dag.

NEMANJA MATIC (United)
Paul Pogba tekur út leikbann á sunnudaginn og Matic er fulltrúi United á miðjunni.

DAVID SILVA (City)
Er sagður tæpur fyrir leikinn en allt verður gert til að láta Silva spila enda mikilvægur hlekkur.

RAHEEM STERLING (City)
Blómstrað og skorað mikilvæg mörk. Tíu byrjunarliðsleikir á tímabilinu, níu mörk.

SERGIO AGUERO (City)
Það er erfitt að velja milli Romelu Lukaku, Zlatan Ibrahimovic, Gabriel Jesus og Sergio Aguero.

LEROY SANE (City)
Hefur átt stórgott tímabil. Verður betri með hverjum leiknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner