Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. desember 2017 10:41
Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Andri í Start (Staðfest)
Guðmundur Andri er kominn í atvinnumennskuna í Noregi.
Guðmundur Andri er kominn í atvinnumennskuna í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Guðmundur Andri Tryggvason hefur skrifað undir samning við norska félagið Start en þetta var tilkynnt á Facebook síðu félagsins rétt í þessu. Hann kemur frá KR.

Guðmundur Andri er 18 ára sóknarmaður en faðir hans, Tryggvi Guðmundsson, gat sér gott orð sem atvinnumaður í Noregi á sínum tíma.

Í sumar skoraði Guðmundur Andri eitt mark fyrir KR í þrettán leikjum í Pepsi-deildinni en oftast kom hann inn sem varamaður seint í leikjum. Hann fékk færri spilmínútur en hann hafði vonast eftir.

Hann á 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Kristján Flóki Finnbogason spilar með Start og Jóhannes Harðarson er aðstoðarþjálfari liðsins. Start komst upp úr norsku B-deildinni á liðinni leiktíð og spilar í efstu deild á næsta ári.

Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar Guðmundur Andri var kynntur á heimasvæði Start á Facebook.


Athugasemdir
banner