Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jese refsað fyrir að yfirgefa völlinn
Mynd: Getty Images
Stoke hefur ákveðið að refsa Jese Rodriguez fyrir að yfirgefa völlinn fyrir leikslok í 2-1 sigri gegn Swansea um helgina.

Jese byrjaði á bekknum en hann missti byrjunarliðssæti sitt í október og hefur aðeins komið tvisvar af bekknum síðan.

Jese strunsaði af bekknum og inn í búningsklefa eftir þriðju og síðustu skiptingu Stoke í leiknum.

„Hann gerði mistök og honum hefur verið refsað á viðeigandi hátt. Hann viðurkennir mistök sín og núna er tími kominn til að halda áfram með lífið," sagði Mark Hughes, stjóri Stoke.

„Hann er skiljanlega pirraður því hann vill fá að spila. Hann verður ekki með um helgina vegna sonar sins en hann mun fá tækifæri með byrjunarliðinu bráðlega."

Sonur Jese er á spítala á Kanaríeyjum því hann fæddist fjórum mánuðum fyrir tímann. Það hefur verið mikið álag á Jese vegna þess og flýgur hann oft á milli.
Athugasemdir
banner
banner