Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. desember 2017 20:30
Ingólfur Stefánsson
Klopp: Vanvirðing gagnvart öðrum leikmönnum liðsins
Mynd: GettyImages
Jurgen Klopp stjóri Liverpool er ekki sáttur með viðurnefnið sem þeir Sadio Mane, Phillipe Coutinho, Mo Salah og Roberto Firmino, hafa fengið í kjölfar 7-0 sigurs Liverpool á Spartak Moskvu í meistaradeildinni í vikunni.

Þessir leikmenn voru allir á skotskónum í leiknum og í kjölfarið hafa fjölmiðlar víða kallað þá hina fjóru frábæru sem er tilvitnun í Bítlana.

Klopp segir þetta vera vanvirðingu gagnvart öðrum leikmönnum liðsins. Hann segir það megi ekki líta framhjá framlögum frá leikmönnum eins og Alex Oxlade-Chamberlain, Daniel Sturridge, Adam Lallana og Dominic Solanke.

„Ég hef ekkert út á svona viðurnefni að setja en þetta er óvirðing gagnvart öðrum leikmönnum. Við spiluðum frábærlega gegn West Ham og þá var Ox með. Adam Lallana er búinn að vera meiddur en hann myndi passa vel inn í hvaða strákahljómsveit sem er. Sturridge, Solanke, þetta er ekki sanngjarnt gagnvart þeim."

Liverpool tekur á móti Everton í nágrannaslag á sunnudag. Liðið hefur verið í miklu stuði undanfarið og skorað 32 mörk í síðustu 9 leikjum sínum.

Hinir fjóru frábæru hafa skorað 23 af þessum 32 mörkum.




Athugasemdir
banner
banner