Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mido líkt við Pablo Escobar
Mynd: Getty Images
Mido, Egyptinn sem lék með Tottenham, Wigan, Middlesbrough, West Ham og mörgum fleiri liðum á leikmannaferli sínum, hefur vakið mikla athygli fyrir nýtt útlit sem hann skartar nú.

Hann breytti um forsíðumynd á Twitter í gær og þá fóru hjólin að rúlla.

Hann þykir einstaklega líkur Pablo Escobar, sem má telja í hópi atkvæðamestu glæpamanna 20. aldar. Hann var Kólumbíumaður og mjög fyrirferðarmikill í kókaínviðskiptum sem og öðru.

Hægt er að fá að kynnast Escobar nánar í sjónvarpsþáttunum Narcos sem hægt er að nálgast á efnisveitunni Netflix.

Hvað finnst þér, minnir Mido þig á Pablo Escobar?

Mido er í dag 34 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna þrítugur. Hann ákvað að demba sér í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk og hann er í dag þjálfari Wadi Degla í Egyptalandi.









Athugasemdir
banner
banner
banner